
Myrka Ísland
Fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú.
Episodes
91 episodes
Anna á Stóru Borg
Við elskum konur og ekki síst ef þær heita Anna! Tíminn eftir siðaskiptin einkenndust af miklum eldmóði í siðferðismálum á Íslandi. Sem hentaði Önnu á Stóruborg, hefðarkonu á 16.öld sem átti margar hurðir, afar illa. Þar sem sá maður sem henni ...
•
Season 9
•
Episode 7
•
1:02:26

Aftaka Jóns Arasonar
Langt og flókið mál en það er svo áhugavert og mikilvægt að langur þáttur gæti verið fyrirgefanlegur. Menn eru með frekju og dramaköst, klaga yfirmenn, stinga á sig jörðum, deyja úr fátækt, þröngva presta til trúskipta, tala tungum, stunda byss...
•
Season 9
•
Episode 6
•
1:26:59

Fleiri hrakningar á heiðum
Hvað er þjóðlegra og napurlegra en að eigra einn síns liðs á íslenskri heiði? Sigrún er í það minnsta heilluð af slíkum sögum. Við förum til Skagafjarðar og fylgjumst með tveimur mönnum í eftirleitum á Hofs afrétt. Eða er það Hofsa frétt? Boðsk...
•
Season 9
•
Episode 5
•
59:41

Spíritismi tekur land á Íslandi
Spíritismi er málefni sem Sigrúnu hefur lengi langað að ræða á einhvern hátt. Hún fann nokkrar sögur af yfirnáttúrulegri reynslu en efnið er svo víðfeðmt og það var svo langt síðan þær Anna hittust að þátturinn varð óralangur því það gleymdist ...
•
Season 9
•
Episode 4
•
1:32:42

Morð í Eyjum
Við grófum upp óþekkt dauðsfall! Næstum í útlöndum, því atburðurinn gerðist í Vestmannaeyjum. Undarlegt mál sem hlýtur að vera morð. Við sögu koma mektar menn, skítlegur Dani, grunsamlegar konur, íbitin epli, forvitnar klöguskjóður, sögusagnir ...
•
Season 9
•
Episode 3
•
1:04:31

Björn Jórsalafari
Hver elskar ekki að heyra að til hafi verið rosalega áhugaverð frásögn af ferðalagi en að hún sé því miður alveg týnd? Ekki Sigrún! Hún fær útundanótta af því að hafa misst af 600 ára gamalli ferðasögu. En er beinar heimildir þrýtur er alltaf h...
•
Season 9
•
Episode 2
•
1:20:55

Ljósufjöll
Árið er 1986. Þetta var á þeim árum þegar slys lítilla flugvéla voru allt of algeng og kröfðust margra mannslífa. Skoðum eitt af þessum hræðilegast slysum, þegar lítil vél fórst á leið sinni frá Ísafirði til Reykjavíkur. Vegna ofsaveðurs voru b...
•
Season 9
•
Episode 1
•
58:28

Jörundur hundadagakonungur
Síðasti þátturinn í áttundu seríu fjallar um fjárglæframanninn, spilafíkilinn, skipstjórann, landkönnuðinn, fangann, landnemann, löggæslumanninn, túlkinn, njósnarann, umbótamanninn, kaupmanninn og síðast en ekki sísts, æðsta ráðamann Íslands, J...
•
1:15:42

Ferðalangurinn Guðríður Þorbjarnardóttir
Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. ...
•
1:24:01

Rammíslensk óveður
Enn köfum við í spurningalista Þjóðminjasafnsins sem eru hafsjór af frábærum heimildum. Í þessum þætti dugði mér þó að styðjast aðeins við einn sögumann, engan annan en Magnús frá Gilsbakka í Borgarfirði. Í spurningalistanum "Hamfarir" skrásett...
•
Season 8
•
Episode 8
•
1:32:24

Má ég eiga við þig morð?
Í miðjum Móðuharðindunum kom upp undarlegt mál á Suðurnesjum. Niðursetningurinn, og að okkar mati, breytingaskeiðskonan Elín tapaði lífi sínu við grunsamlegar aðstæður. Til að leysa úr málinu voru misgáfulegir menn sem gátu alls ekki orðið samm...
•
1:01:23

Sögur af söndum
Í sendnum fjörum Suðurlands má finna margar dularfullar sögur af yfirnáttúrulegum fótsporum og fyrirbærum. Þar fyrir utan býður þátturinn upp á heilmikinn haturspóst. Ekki aðeins vegna landafræði, heldur vegna mögulegra rangfærslna um vita og b...
•
1:10:55

Galdra Imba
Erfiðar konur hafa löngum þótt óþægilegar og þá getur verið gott að saka þær um nornaskap. Svo var um Ingibjörgu nokkra Jónsdóttur sem var uppi á hinni stórhættulegu 17. öld. Eftir að maður hennar hafði verið ásakaður um galdra, fluttist galdra...
•
1:10:08

Uppboð á Ströndum
Uppboð voru sorgleg og undarleg "skemmtun" í íslensku samfélagi áður fyrr. Við kíkjum á eitt þekkt uppboð ef svo má segja, af Kambi á Ströndum. Sem er ekki síst áhugavert vegna þess hversu vandræðalega stutt er síðan það gerðist. Gott er að var...
•
1:01:05

Arnes Pálsson flökkukarl
Þessi er hálfgerður spin off þáttur af gamla Höllu og Eyvindar þættinum okkar. Því þar brá fyrir aukapersónunni Arnesi Pálssyni sem mér fannst eiga skilið sinn eigin þátt. Til eru margar skemmtilegar þjóðsögur af honum, þótt hann virðist aðalle...
•
Season 8
•
Episode 3
•
1:15:34

Vafasamar gamansögur
Það er eins og allir í gamla daga hafi verið eins og ég; með myrkur í sálinni en bros á vör. Flestir þekkja sögurnar af Bakkabræðrum og við kynnum fleiri persónur til leiks. Eins og hjónin sem tímdu ekki að gefa vinnufólkinu að borða og m...
•
1:00:07

Lögheimili drauga
Velkomin í áttundu Myrku seríuna! Við byrjum á þætti sem var tekinn upp fyrir framan áhorfendur á Bara Fest, haustið 2023. Þess vegna er hljóðið ekki sem allra best en við vonum að fólk láti það ekki stoppa sig í að velta vöngum yfir búsetusvæð...
•
Season 8
•
Episode 1
•
46:41

Ókindin
Síðasti þátturinn í 7.þáttaröð fjallar um ógeðfelldar íslenskar barnagælur! Við Anna fengum liðsauka frá Gunnhildi Völu til að flytja nokkrar vel valdar vísur sem áður hrelldu börn og kannski fullorðna. Helstu persónur og leikendur sem hægt er ...
•
Season 7
•
Episode 10
•
1:11:49

Morð í Móðuharðindum
Við förum um víðan völl og snertum á meindýraplágu í Ástralíu, dónalegum Íslendingum, samstöðu með unglingum og handsnúnu mafíósatölvu Sigrúnar sem sannarlega er ekki 17 ára, heldur aðeins frá árinu 2017! Aðal umfjöllunarefnið er samt sem áður ...
•
Season 7
•
Episode 9
•
1:15:41

Tröllasögur
Við höfum áður rætt álfa, margar tegundir drauga og hinar ýmsu kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum en ekki mikið farið í sígildar tröllasögur. Sigrún segir nokkrar minna þekktar sögur af ýmsum toga þótt það sé almenn kvenkyns slagsíða á íslensk...
•
Season 7
•
Episode 8
•
1:01:11

Guðmundur góði
Hver kannast ekki við Gvendarbrunna hér og þar um landið? Þeir eru tilkomnir vegna blessunar Guðmundar Arasonar Hólabiskups, oftast kallaður Guðmundur góði. Hann spígsporaði um landið með staf og stólu og blessaði vatnsból, vegi og björg, með h...
•
1:31:46

Skiptineminn Satan
Í tilefni af 66. myrka þættinum langaði mig að ræða við ykkur um Satan! Úr varð einhver samtíningur um komu Satans inn í líf Íslendinga og hvernig hann hvarf þaðan aftur eftir nokkur hundruð góð ár. Við förum um víðan völl, langt aftur í tímann...
•
1:14:15

Strand Friedrich Alberts á Skeiðarársandi
Í janúar árið 1903 strandaði þýskur síldarbátur við Ísland með 12 manna áhöfn, á Skeiðarársandi. Skipverjar lifðu strandið í rauninni af en eftirleikurinn er eins og besta Hollywood handrit. Fátt sem gleður Sigrúnu eins mikið og að detta niður ...
•
57:14
